Facebook á nú í viðræðum við leigufélög í Dublin á Írlandi um leigu á viðbótar skrifstofuhúsnæði. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg . Fyrirtækið hyggst bæta við sig 7.000 fermetrum af skrifstofuplássi þar sem um 600 starfsmenn munu starfa. Húsnæðið sem Facebook horfir til er staðsett nálægt East Point Business Park þar sem bæði Google og Cisco er með skrifstofur sínar.

Höfuðstöðvar Facebook í Evrópu eru staðsettar í Dublin þar sem um 1600 manns starfa. Fyrirtækið hefur í hyggju að stækka en meira við sig í írsku höfuðborginni og er gert ráð fyrir að starfsmönnum muni fjölga um allt að 1.000 á komandi misserum.