„Facebook er stundum eins og að vera staddur í fermingunni sinni, stúdentsveislunni, vinnustaðardjammi og ættarmóti á sama tíma. Gestirnir á þessari undarlegu samkomu tala oft í kross en einstaka sinnum finnast áhugaverðir snertifletir. Maður rekur sig á það að maður hefur lifað mörgum lífum, talar ólík tungumál, hefur myndast illa í gegnum tíðina og svo framvegis, segir Haukur Ingvarsson rithöfundur.

Haukur Ingvarsson.
Haukur Ingvarsson.

Honum finnst Facebook líka eiga sínar erfiðu hliðar: „Það er alltaf erfitt þegar maður hittir einhvern á förnum vegi sem segir manni allt sem hann hefur afrekað síðustu tíu ár og maður er búinn að lesa það allt á Facebook. Það erfiðasta við þessa reynslu er ekki að hin manneskjan hafi skrifað þetta allt heldur að maður sjálfur hafi lesið það.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.