Árið 1967 kynnti Jim Delligatti fyrsta Big Mac hamborgarann til sögu. 28. nóvember 2016 féll Jim aftur á móti frá og það í Pittsburgh, the Oak Brook, Illionois.

Delligatti hóf sölu á hamborgurunum árið 1967, en aðeins ári síðar var borgarinn farinn að fást um öll Bandaríkin. Á 40 afmælisári Big Mac-sins sagðist McDonald's selja um 550 milljónir borgara á hverju ári í Bandaríkjunum.

Uppskriftin hefur ekki breyst frá árinu 1967, en Deligatti hefur aldrei opinberað sig um uppskriftina að sósunni. Hamborgarinn er seldur í rúmlega 100 löndum og hafa hagfræðingar leikið sér við að hanna sérstaka Big Mac vísitölu, sem á að mæla verðlagsmun milli landa og borga.

Þessi umrædda vísitala hefur verið uppi frá árinu 1986. í Júlí árið 2016 kostaði Big Mac-inn í Bandaríkjunum 5,04 dali, en í Kína 2,79 dali. Hamborgarinn kostaði 45 cent fyrst þegar Delligatti kynnti borgarann til leiks.

Michael "Jim" Delligatti fæddist 2 ágúst 1918 í Uniontown, hann sinnti störfum innan Bandaríkjahers í seinni heimsstyrjöldinni og hóf starfsemi árið 1955, þegar hann opnaði sinn fyrsta McDonald's stað fyrir 1.500 Bandaríkjadali.