Þrátt fyrir efnahagskreppuna og allar hennar afleiðingar er Evrópusambandið að mati Yves-Thibault de Silguy, eins hugmyndasmiða evrunnar, fjarri hruni. Hann telur hagsmunum Íslands, líkt og annarra Evrópulanda, best varið innan myntbandalagsins en gerir skýran greinarmun á því að ganga í ESB og að fá aðild að myntbandalaginu.

Í Viðskiptablaðinu í dag er rætt við De Silguy um yfirstandandi efnahagskreppu, mögulega aðild Íslands að ESB og framtíð Evrópusambandsins sem sífellt svipar meira til stjórnskipulags Bandaríkjanna. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.