*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 29. september 2012 17:55

Faðir evrunnar: ESB nálgast bandaríska kerfið

De Silguy vill meiri samþættingu innan ESB, meðal annars með sameiginlegum fjármálaráðherra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

"Á næsta áratugi eða svo sé ég persónulega fyrir mér enn meiri samþættingu á svæðinu. Til dæmis með sameiginlegum evrópskum fjármálaráðherra," segir Yves-Thibault de Silguy, einn hugmyndasmiða evrunnar. Hann sér fyrir sér að gerður verði nýr evrusáttmáli sem taki líka tillit til þeirra sem ekki tilheyra myntbandalaginu.

"Ég held að Evrópa verði á tveimur hraðastigum, ef svo má að orði komast; evrusvæðið og svo afgangurinn af fríverslunarsvæðinu," segir de Silguy.

Aðspurður hvort þær breytingar sem nú eiga sér stað á myntbandalagi ESB og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru færi skipulag evrusvæðisins ekki sífellt nær hinu bandaríska fyrirkomulagi segir de Silguy það vissulega vera þróunina. "Það er rétt athugað og vissulega er þetta vandamál. Hvers konar lýðræðislegt skipulag setur maður í þetta kerfi? Ég veit ekki svarið við því.

En lykillinn að velgengni er alltaf meira lýðræði og meiri samþætting. Það er ljóst. Og ég er viss um að Evrópa finnur lausnina," segir de Silguy.  

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.