Íslenskir foreldrar fá 39 vikur í fæðingarorlof, meðan Finnar fá 44, Danir 48 og Norðmenn 49. Enn lengra orlof fá færeyskir foreldrar, eða 62 vikur, en Svíar hafa lengsta orlofið - heilar 69 vikur.

Í grein frá Bandalagi starfsfólks ríkis og bæja er snert á fæðingarorlofsréttindum íslenskra foreldra í samanburði við réttindi foreldra annarsstaðar á norðurlöndunum. Þá eru eins og fyrr færri vikur í orlof á Íslandi en auk þess eru hámarksgreiðslur til orlofs lægri.

Raunar eru hámarksgreiðslur á Íslandi einhverju hærri en í Danmörku, en fyrir neðan öll önnur norðurlönd - hæstar eru hámarksgreiðslurnar í Noregi, en þar eru þær rúmlega 670 þúsund krónur.

Starfshópur um fæðingarorlof skilaði nýlega skýrslu til velferðarráðherra Eyglóar Harðardóttur, en Viðskiptablaðið fjallaði um það á sínum tíma - eins og lesa má hér.