Innflytjandi Kickup hefur átt í töluverðum erfiðleikum með að koma vörunni sinni á markað á Íslandi, en meðal þess sem hann hefur þurft að ganga í gegnum er lagabreyting á Alþingi og mismunandi skilgreiningar eftirlitsstofnana sem hafa m.a. leitt til misræmis í skattlagningu.

Kickup eru litlir pokar sem settir eru undir vörina, líkt og munntóbak en þeim er ætlað að koma í stað munntóbaks, fyrir þá sem vilja hætta eða draga úr munntóbaksneyslu að sögn Guðmundar Más Ketilssonar, eiganda Kickup á Íslandi

„Við reyndum fyrst árið 2012 að flytja þetta inn. Við fórum í nokkrar heimsóknir til tollsins til að fá úr því skorið hvers kyns vara þetta væri. Stundum fengum við þau svör að þetta væri te, stundum fæðubótarefni en endaði með því að vera flokkað sem tóbakslíki,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að varan sé fyrst og fremst staðgönguvara fyrir munntóbak. „Varan er notuð eins og munntóbak og er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem vilja draga úr munntóbaksnotkun.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .