Rautt ljós
Rautt ljós
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Svissneski bankinn UBS tilkynnti í dag að störfum innan bankans verður fækkað um 3.500. Það er rúmlega 5% af heildarvinnuafli. Fækkunin er þó minni en óttast var um, en bankinn hafði gefið í skyn að störfum yrði fækkað um allt að 5.000. Flest störfin tilheyra fjárfestingabankastarfsemi.

Líkt og hjá öðrum fjármálastofnunum hafa tekjur dregist saman í takt við minni viðskipti. Financial Times tekur fram í frétt sinni að á síðustu vikum hafa aðrir stórir bankar líkt og HSBC, Barclays, Goldman Sachs og Credit Suisse fækkað störfum um þúsundir.

Styrking svissneska frankans hefur haft neikvæð áhrif á rekstur UBS og virði erlendra tekna minna í frönkum talið. Tekjur af fjárstýringu viðskiptavina hafa dregist saman á sama tíma og stærstur hluti kostnaðar fellur til í heimalandinu.