Á aðalfundi Marels verður tekin til meðferðar tillaga um að stjórnarmönnum verði fækkað um tvo, en í samþykktum félagsins er gert ráð fyrir því að stjórnarmenn séu sjö talsins. Þeim fækkaði um tvo þegar Theo Bruinsma hætti í stjórninni eftir að Theo Hoen var látinn fara sem forstjóri fyrirtækisins. Þá gekk Árni Oddur Þórðarson úr stjórninni þegar hann tók við af Hoen.

Árni Oddur hafði verið stjórnarformaður Marel fram til þessa. Fimm manns sitja því í stjórn Marel núna og greinilegt að ekki stendur til að breyta því.

Aðalfundurinn fer fram 5. mars næstkomandi í höfuðstöðvum félagsins í Garðabæ.