*

laugardagur, 6. júní 2020
Innlent 17. september 2019 10:40

350 þúsund færri um KEF

Heildarfarþegahreyfing um Keflavíkurflugvöll í ágúst sl drógst saman um 350 þúsund farþega frá sama tíma í fyrra.

Ritstjórn
Fækkun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í ágúst milli ára er jöfn heildarfjölda íbúa á Íslandi.
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt tölum um farþega- og flughreyfingar frá ISAVIA, sem birtar eru á vef Hagstofu Íslands undir skammtímahagvísum ferðaþjónustu í september, taldi heildarfarþegahreyfing um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum ágúst 840 þúsund farþega. Þetta er 29% fækkun frá sama mánuði 2018 þegar 1.190 þúsund ferðamenn fóru um flugvöllinn sem þýðir að fækkuninn milli ára nemur heildaríbúafjölda á Íslandi eða 350 þúsund einstaklinga. 

Minni fækkun var á tímabilinu september-ágúst 2018-2019 eða sem nemur 9 af hundraði frá sama tímabili árið á undan. Samtals fóru ríflega 8,5 milljónir farþega um flugvöllinn september-ágúst síðastliðinn en tæplega 9,5 milljónir á sama tíma 2017-2018. 

Heildarfjöldi flughreyfinga (komur og brottfarir) drógst minna saman í nýliðnum ágúst eða um 8% frá sama mánuði í fyrra og fór úr 9.507 niður í 8.763.  Á tímabilinu september-ágúst 2018-2019 voru flughreyfingar tæplega 90 þúsund talsins og fækkaði um nær 10 þúsund frá samatímabili árin á undan.