Fasteignafélagið Reitir hafa sent frá sér afkomuviðvörun þar sem þeir lækka bæði horfur á tekjum og rekstrarafkomu félagsins um 200 til 300 milljónir króna.

Sendi félagið úr viðvörunina í tengslum við undirbúning árshlutauppgjörs og segir þar að í stað þess að væntar tekjur ársins muni nema á bilinu 11.900 til 12.050 milljónir króna verði þær á bilinu 11.700 til 11.850 milljónir króna. Jafnframt verði rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu á bilinu 7.550 til 7.700 milljónir króna í stað 7.850 til 8.000 milljónir króna.

Breyttar horfur eru sagðar skýrast annars vegar af áhrifum af fækkun ferðamanna en hins vegar af þyngri rekstrarhorfum í mörgum atvinnugreinum, sem líklegar séu til að hafa neikvæð áhrif á útleigu atvinnuhúsnæðis og innheimtu viðskiptakrafna.