*

miðvikudagur, 29. janúar 2020
Erlent 25. apríl 2014 13:51

Fær 1,3 milljarð fyrir 10 mánuði þrátt fyrir slakan árangur

David Moyes og Manchester United hafa náð samkomulag um fjárhagslega hlið starfsloka Moyes.

Ritstjórn

Manchester United og David Moyes hafa náð samkomulagi um starfslok Moyes hjá félaginu

Moyes var rekinn á þriðjudaginn eftir tíu mánuði í starfi. Moyes gerði samning til sex ára í júlí í fyrra.

Samkvæmt Daily Mail fær Moyes 7 milljónir punda, 1,3 milljarð króna, fyrir tímann hjá United.

Blaðið heldur því fram að liðið hafi sagt samningnum upp svo seint til að komast hjá greiðslum samkvæmt samningum. Þessu hefur Manchester United neitað.