Steinþór Pálsson, sem lætur nú af störfum sem bankastjóri Landsbankans, eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í gær , mun fá rúmar 25 milljónir króna eftir starfslokin frá bankanum.

Þetta kemur fram í frétt á mbl.is , en samkvæmt ráðningarsamningi Steinþórs við bankann fær hann greidd laun í tólf mánuði frá því að störfum hans lýkur. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum var ekki samið um greiðslur til Steinþórs utan þessa ákvæðis.

Mánaðarlaun bankastjórans eru ákvörðuð af kjararáði en samkvæmt úrskurði þess námu þau þá 1.949.691 krónu í lok síðasta árs, en með nýlegri 7,15% almennri hækkun eru þau nú þá 2.089.094 krónur.