*

þriðjudagur, 22. júní 2021
Erlent 24. janúar 2020 08:55

Fær 4 milljarða fyrir metár

Bankastjóri JP Morgan fær vel greitt eftir að bankinn skilaði mesta hagnaði í sögu bandaríska bankakerfisins.

Ritstjórn

Jamie Dimon, bankastjóri bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan fær greiddar samtals 31,5 milljónir dollara, jafnvirði tæplega 4 milljarða króna, fyrir árið 2019 eftir að bankinn skilaði methagnaði methagnaði annað árið í röð. Samkvæmt frétt Bloomberg jukust greiðslur til Dimon um 1,6% á milli ára. 

Greiðslurnar standa saman af hlutabréfapakka að andviði 25 milljóna dollara, 1,5 milljón dollara árslauna auk 5 milljón dollara bónusgreiðslu. 

Dimon hefur stýrt JP Morgan frá árslokum 2005 og er eini bankastjóri stærstu fjárfestingabanka Bandaríkjanna sem er enn í starfi eftir að hafa farið í gegn um hrun fjármálakerfisins haustið 2008. Hann hefur verið hæst launaðasti bankastjóri Bandarísku bankanna frá árinu 2016.

JP Morgan skilaði 36,4 milljarða dollara hagnaði á síðasta ári sem jókst um 12% milli ára. Er þetta mesti hagnaður í sögu bandaríska bankakerfisins.

Stikkorð: JP Morgan Jamie Dimon