Formaður kærunefndar útlendingamála, Hjörtur Bragi Sverrisson, fær mestu launahækkun allra þeirra sem kjararáð hefur úrskurðað um. Fer hann í 1,4 milljónir króna mánaðarlaun. Forstjóri Útlendingastofnunar, Kristín Völundardóttir, fær einnig veglega hækkun, eða 29%, og verður hún með 1.340 þúsund krónur í mánaðarlaun.

F jölgun hælisleitenda réttlætir hærri laun

Í úrskurði ráðsins er vitnað í bréf frá Kristínu þar sem hún segir að samhliða fjölgun hælisleitenda og vegna nýrra verkefna hafi álag á Útlendingastofnun vaxið gífurlega. Einnig vísar hún í áreiti fjölmiðla, bæði um helgar og á kvöldin, sem geri starf forstjóra erfitt og íþyngjandi, sem rökstuðning fyrir hærri launum.

Fleiri forstjórar og ráðuneyti óskuðu eftir hækkunum en þær bætast ofaná 7,15% almenna hækkun sem tók gildi um síðustu mánaðarmót en í ofaná lag eru hækkanirnar afturvirkar frá 1. desember 2014.

Hækka laun Birgis Jakobssonar landlæknis hækka í 1,6 milljónir á mánuði sem og Haraldar Jóhannessen ríkislögreglustjóra. Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar hækkaði um 35% í launum og fór úr 989 þúsund krónum í 1.340 þúsund krónur á mánuði og Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu fer jafnframt í sömu tölu. Þetta kemur fram í frétt Vísis .