*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 26. júní 2013 16:29

Fær 58 milljónir í arð

Seðlabanki Íslands á þúsund hluti í Alþjóðagreiðslubankanum í Sviss. Bankinn hagnaðist um 168 milljarða á síðasta uppgjörsári.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Seðlabankinn fær 58 milljón króna arð greiddan vegna afkomu Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss (Bank for International Settlements - BIS). Bankinn gerir upp í í sérstökum dráttarréttindum (SDR) og hagnaðist um 898,2 milljónir SDR, sem svarar til 168 milljarða íslenskra króna, á síðasta reikningsári sem lauk í enda mars.

BIS er hlutafélag í eigu sextíu seðlabanka og á Seðlabanki Íslands þúsund hluti í honum. 

Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands í tengslum við ársfund BIS um helgina að þar hafi verið ákveðið að greiða út arð sem nemur 315 SDR á hlut. Miðað við það fær Seðlabanki Íslands 315 þúsund SDR í arð eða 58 milljónir íslenskra króna. 

Stikkorð: Seðlabankinn BIS