Í útboði íslenska ríkisins á óverðtryggðum ríkisbréfum fékk ríkið 6,4 milljarða í heildina, fyrir skuldabréf að nafnvirði 5,97 milljarða.

Í flokki skuldabréfa með gjalddaga 5. febrúar 2020 tók ríkið 18 af 22 innsendum tilboðum, var samþykkt verð 103,26 krónur á hverjar 100 krónur og ávöxtunarkrafan 5,17%. Upphæð samþykktra tilboða var 3,17 milljarðar, en alls bárust tilboð að andvirði 3,59 milljarðar.

Í flokka skuldabréfa með gjalddaga 24. janúar 2031 tók ríkið 14 af 29 innsendum tilboðum, og þar af samþykkti ríkið 11 af þessum tilboðum að fullu. Ávöxtunarkrafan var 5,18%. Upphæð samþykktra tilboða var 2,8 milljarðar, en alls bárust tilboð að andvirði 4,53 milljarðar.