*

mánudagur, 17. júní 2019
Erlent 25. janúar 2017 20:14

Fær 90.000 dali frá FBI

FBI á að hafa hlerað um 180 símtöl milli Craig Drimal og eiginkonu hans.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar FBI í Washington D.C.

Craig Drimal afplánar nú fimm og hálfsárs dóm, sem hann hlaut árið 2011 fyrir að stunda innherjaviðskipti þegar hann starfaði hjá Galleon Group LLC.

FBI hefur nú greitt eiginkonu hans, Arlene Villamia Drimal, 90.000 dali. Arlene fór í mál við FBI og sakaði stofnunina um að hafa hlerað persónuleg og oft á tíðum viðkvæm samtöl milli þeirra hjónanna.

FBI samdi þá við Arlene um greiðslu, gegn því að hún myndi falla frá kærunni. Málið hefur vakið nokkra athygli vestanhafs, þar sem það verður að teljast afar sjaldgæft að sigra FBI með þessum hætti.

Stikkorð: Bandaríkin FBI Fjármál Bandaríkin
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is