Nýr fjármálastjóri Google, Ruth Porat, mun fá greiddar 70 milljónir dala, andvirði um 9,6 milljarða króna, frá fyrirtækinu á næstu tveimur árum, að því er segir í frétt Business Today.

Af þessari fjárhæð verða um 25 milljónir dala í formi kauprétta, fimm milljónir í ráðningarbónus og 40 milljónir í aukagreiðslu sem hún fær árið 2016.

Við þetta bætast svo regluleg laun Porat sem munu nema um 650.000 dölum á ári, andvirði um 90 milljóna króna. Porat var áður fjármálastjóri fjárfestingabankans Morgan Stanley þar sem hún var með um eina milljón dala í árslaun árið 2013, en laun hennar fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir.