Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður tók fyrir skemmstu við sem formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands af Ólöfu Nordal, þegar sú síðarnefnda tók við embætti innanríkisráðherra.

Maðurinn hennar Þórunnar heitir Guðlaugur Guðmundsson. „Ég er barnlaus, en bræður mínir tveir eiga mikið af ótrúlega skemmtilegum börnum og barnabörnum,“ segir hún í samtali við Viðskiptablaðið.

Lögfræði alla ævi

Þórunn hefur starfað við lögfræðistörf nær alla ævi, lengst af á LEX lögmannsstofu þar sem hún vinnur samhliða formennsku í bankaráðinu. „Staðan leggst mjög vel í mig. Það er gaman að takast á við eitthvað nýtt og þetta er mjög spennandi. Ég hef verið að setja mig inn í starfið og hef átt mjög góða fundi með ýmsu af því góða starfsfólki sem er í bankanum. Það hefur verið skemmtileg vinna að setja sig inn í þetta allt saman,“ segir Þórunn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .