Samkvæmt samkomulagi verðandi stjórnarflokka, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forseta Alþingis, auk þess að skipa fimm af formönnunum í átta nefndum Alþingis.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um komandi ríkisstjórn sem kynnt verður síðar í dag. Ekki liggur fyrir hvaða flokkur fær formennsku í hvaða nefnd, en nefndir Alþingis skiptast þannig:

  • Allsherjar- og menntamálanefnd
  • Atvinnuveganefnd
  • Efnahags- og viðskiptanefnd
  • Fjárlaganefnd
  • Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
  • Umhverfis- og samgöngunefnd
  • Utanríkismálanefnd
  • Velferðarnefnd