*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 10. janúar 2017 11:05

Fær langflesta formennina í nefndum

Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm af átta formönnum fastanefnda Alþingis auk þess að fá forseta Alþingis.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt samkomulagi verðandi stjórnarflokka, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forseta Alþingis, auk þess að skipa fimm af formönnunum í átta nefndum Alþingis.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um komandi ríkisstjórn sem kynnt verður síðar í dag. Ekki liggur fyrir hvaða flokkur fær formennsku í hvaða nefnd, en nefndir Alþingis skiptast þannig:

  • Allsherjar- og menntamálanefnd
  • Atvinnuveganefnd
  • Efnahags- og viðskiptanefnd
  • Fjárlaganefnd
  • Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
  • Umhverfis- og samgöngunefnd
  • Utanríkismálanefnd
  • Velferðarnefnd