*

miðvikudagur, 22. september 2021
Erlent 7. apríl 2021 16:06

Fær ríkisstyrk fyrir verksmiðju

Rúmenskt dótturfélag Novator hyggst byggja lyfjaverksmiðju í höfuðborg landsins fyrir rúmlega tvo milljarða króna.

Jóhann Óli Eiðsson
Aðsend mynd

Novator Pharma SRL, dótturfélag Novator, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggst reisa lyfjaverksmiðju í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Áætlað er að byggingin muni kosta um 13,7 milljónir evra, andvirði ríflega tveggja milljarða króna á gengi dagsins, en þar af mun ríflega þriðjungur, 4,8 milljónir evra, vera í formi stuðnings frá rúmenska ríkinu.

Þetta kemur fram á rúmenska miðlinum Ziarul Financiar. Samkvæmt opinberum upplýsingum þar ytra samþykkti ríkið að veita styrk til verkefnisins í desember á síðasta ári og gera áætlanir ráð fyrir því að um 105 ný störf muni skapast í höfuðborginni vegna þessa.

Heimildamenn Ziarul Financiar segja við miðilinn að í kjölfar brottgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafi margir framleiðendur þar leitað sér nýrra höfuðstöðva á meginlandinu. Með því móti sé hægt að lækka kostnað við framleiðsluna.

Stikkorð: Novator