Þýska hugveitan DIW er svartsýn á horfurnar heima fyrir og reiknar nú með 0,9% hagvexti þar í ár í stað 1% hagvaxtar. Fram kemur í umfjöllun Guardian að skuldakreppan á evrusvæðinu skýri að hugveitan hafi endurskoðað hagspá sína.

Hugveitan hefur sömuleiðis endurskoðað hagspá sína fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í Þýskalandi verði 1,6% í stað 1,9%.

Forsendurnar fyrir hagspánni eru þær að ekki sé útlit fyrir að draga sé úr evrukreppunni auk þess sem horfur eru ekki góðar á vinnumarkaði. Atvinnuleysi stendur í hæstu hæðum á evrusvæðinu um þessar mundir.