*

laugardagur, 24. júlí 2021
Erlent 30. nóvember 2012 14:03

Færa sig frá Android yfir í Windows 8

Barnes & Noble veðjar á nýjasta stýrikerfið frá Microsoft.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Stjórnendur bandarísku bókabúðakeðjunnar Barnes & Noble ætla að skipta út Android-stýrikerfinu sem fram til þessa hefur keyrt síðustu gerðir  Nook-spjaldtölva fyrirtækisins fyrir Windows 8 frá Microsoft. William Lynch, forstjóri Barnes & Noble, segir fyrirtækið gera sér vonir um að spjaldtölvuhluti bókabúðarinnar muni vaxa meira en áður með þessu splunkunýja stýrikerfi. 

Microsoft setti Windows 8 á markað í síðasta mánuði og er það talsvert frábrugðið fyrri gerðum Windows-stýrikerfanna en það gengur jafnt á venjulegar tölvur, snjallsíma og spjaldtölvur. 

Fram kemur í umfjöllun netmiðilsins Deadline að sala á Nook tölvum hafi aukist á milli ára. Tekjur Barnes & Noble af sölu tölvanna og efni fyrir þær nam 160,3 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi sem er 5,6% meira en í fyrra. Það skýrist ekki síst af því verslanakeðjurnar Walmart og Target auglýstu Nook-tölvuna mikið í aðdraganda svarta föstudagsins svokallaða, þ.e. fyrsta föstudag eftir Þakkargjörðarhátíðina. 

Stikkorð: Nook Barnes & Noble Barnes & Nobl