Þrír ungir menn stofnuðu nýverið bókunar- og auglýsingafyrirtækið Enter Iceland ehf. Fyrirtækið ætlar að hasla sér völl á sviði ferðaþjónustu og vinnur nú að uppsetningu bókunarvefsíðu fyrir ferðamenn. Einnig ætla þeir að bjóða upp á auglýsingagerð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.

Stofnendur fyrirtækisins eru þeir Magnús Ingi Guðmundsson, Þórarinn Víkingur Grímsson og Ægir Már Jónsson. „Við komum allir úr ólíkum áttum. Ég kem sjálfur meira að rekstri fyrirtækisins, en hinir tveir eru með reynslu úr ferðaþjónustugeiranum. Þeim fannst þessar hefðbundnu bókunarsíður ekki vera nógu góðar og voru með hugmyndir um hvernig væri hægt að bæta úr því,“ segir Magnús.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .