Lífsverk, lífeyrissjóður verkfræðinga, hefur flutt í kringum 15 milljarða króna eignir úr virkri stýringu frá Íslenskum verðbréfum yfir til Kviku banka að því er Fréttablaðið greinir frá.

Fjármálafyrirtækin eru bæði að hluta til í eigu sjóðsins, hann á 3,2% í ÍV en minna eða tæplega 3% í Kviku. Þar er hann sjöundi stærsti eigandinn, en kom fyrst inn fyrir um ári síðan.

Í lok síðasta árs voru Íslensk verðbréf með um 117 milljarða króna í stýringu, en eignanna er lífeyrissjóðurinn með í sjóðum hjá fyrirtækinu nokkra milljarða í stýringu.

Fréttablaðið fullyrðir að félagið hafi á síðustu mánuðum átt í óformlegum samskiptum um mögulega sameiningu við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðstýringarfyrirtækja.