Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum BankNordik hækkaði um 3,79% í Kauphöllinni í dag. Afar lítil viðskipti eru á bak við gengishækkunina. Þá hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,7% og Haga-samstæðunnar um 0,26%. Gengi bréfa Haga hefur aldrei verið hærra.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Marel um 0,37% og fasteignafélagsins Regins um 0,6%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,08% og endaði hún í 1.001,81 stigi í 116,4 milljóna króna veltu.