Jacob Vestergaard, landsstýrismaður í sjávarútvegsmálum í Færeyjum, hefur hafnað boði Evrópusambandsins um sættir í makrílmálum.

Hann segist ekki geta samþykkt að Færeyjar og Íslendingar fái jafnstóran makrílkvóta. Þetta kemur fram á vefsíðu Kringvarpsins , ríkissjónvarpi Færeyinga.

Evrópusambandið hefur boðið Færeyingum og Íslendingum 12% af heildarkvóta í markíl. Færeyingar höfðu ætlað sér 15% af kvótanum.