Ríkiskaup og tryggingafélagið Vörður hafa að undangengnu útboði gert samning um brunatryggingu á öllum fasteignum ríkisins. Þetta eru tæplega 1.200 fasteignir víða um landi. Samningurinn, sem er sá stærsti sem tryggingafélagið hefur gert til þessa, er til þriggja ára. Verðmæti hans nemur rúmum hálfum milljarði króna. Á meðal þeirra bygginga sem Vörður tryggir eru Alþingishúsið, allar fasteignir Háskóla Íslands, húsnæði spítalanna og ráðuneyti.

Tryggingafélagið er að mestu í eigu BankNordik, áður Færeyjabanka.

Vörður tryggir nú þegar öll ökutæki ríkisins, Ríkisútvarpið og flugvellina í gegnum Isavia.

Í tilkynningu frá Verði er haft eftir Guðmundi Jóhanni Jónssyni, forstjóra Varðar, að samningurinn hafi mikla þýðingu fyrir Vörð.

Vörður tryggingar
Vörður tryggingar
Við undirritun samningsins, fyrir hönd Varðar trygginga.: Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, og Atli Örn Jónsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Varðar, fyrir hönd Ríkiskaupa: Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs,  og Júlíus S. Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Ríkiskaupa.