Áhugi fjárfesta á færeysku félögunum sem skráð eru í Kauphöllinni hérlendis er afar lítill í samanburði við áhuga á íslensku félögunum. Velta með hlutabréf í færeysku félögunum hefur verið með minnsta móti og fátítt er að hlutabréf í félögunum sé að finna í hlutabréfasjóðum. Mest viðskipti hafa verið með bréf BankNordic, en heildarvelta bréfanna frá áramótum nemur um 26,2 milljónum króna. Það er aðeins brot í samanburði við íslensku félögin.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur nokkra samverkandi þætti gera það að verkum að áhugi á færeysku félögunum hefur ekki verið meiri en raun ber vitni. „Þrátt fyrir sérstaka undanþágu sem viðskipti með bréfin njóta á eftirmarkaði þá hefur okkur virst sem gjaldeyrishöftin hafi hamlandi áhrif engu að síður,“ segir hann um fyrstu ástæðu fyrir litlum viðskiptum og tekur fram að innan Kauphallarinnar hafi menn velt því fyrir sér hvers vegna áhugi fjárfesta á færeysku félögunum sé ekki meiri en raunin er.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.