Margrét Pála Ólafsdóttir hjá Hjallastefnunni talaði um galla grunnskólakerfisins á ársfundi SA.

Hún sagði að ef nemendur væru algjörlega áhugalausir eða getulausir um eitthvað í náminu væru þeir einfaldlega látnir gera meira af því.

Hún sagði við Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, fundarstjóra fundarins, að VÍS færi á hausinn ef fyrirtækið væri rekið eins og grunnskólinn.