Skýringin felst í styttingu atvinnuleysisbótatímabils og bættum efnahagshorfum. Sérstök framlenging á bótatímabili úr 20 vikum í 46 vikur var felld úr gildi fyrir ári síðan og áætlað er að breytingin hafi áhrif á 1,4 milljónir bandaríkjamanna. Um var að ræða tímabundna ráðstöfun sem komið var á í fjármálakreppunni 2008.

Miklu máli skiptir þó að efnahagsástand í Bandaríkjunum er gott og talið er að 500.000 ný störf hafi skapast undanfarið ár. Talið er að árið í ár sé það besta síðan 1999 hvað ný störf varðar.

Fleiri utan vinnumarkaðar

Önnur skýring er hinsvegar sú að fleiri eru nú utan vinnumarkaðar en áður og leita hvorki að vinnu né þiggja atvinnuleysisbætur. Talið er að þeim sem hafi misst bótarétt en ekki fengið vinnu eða reynt að bera sig eftir henni hafi fjölgað um 1,1 milljón frá því fyrir ári síðan. Ekki kemur fram hversu stór hluti þessa hóps þiggi aðrar bætur en atvinnuleysisbætur.

Wall Street Journal greinir frá.