Dregið hefur saman á byggingamarkaði í Noregi á milli ára. Á fyrstu þremur mánuðum ársins var 6.791 hús reist þar í landi. Það er 13,1% færri hús en á sama tíma í fyrra, samkvæmt gögnum norsku hagstofunnar.

Samkvæmt gögnunum nær samdrátturinn yfir flestar gerðir húsa. Mestur er samdrátturinn á milli ára í byggingu fjölbýlishúsa en hann nam 32% frá í fyrra.