Danski bjórrisinn Royal Unibrew hagnaðist um 152,7 milljónir danskra króna, jafnvirði tæpra 3,3 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar nam hagnaðurinn 139,8 milljónum króna á sama tíma í fyrra.

Tekjur drógust lítillega saman á milli ára. Þær námu 928 milljónum króna á fjórðungnum samanborið við 1,1 milljarð í fyrra.

bjór
bjór

Í danska viðskiptadagblaðinu Börsen kemur fram að skuldakreppan í Evrópu og fremur kalt veður á meginlandinu í sumar hafi komið niður á bjórsölu almennt.

Á meðal þekktra bjórtegunda sem Royal Unibrew framleiðir er Faxe Kondi og Royal.

Royal Unibrew er næststærsta brugghús Norðurlanda og var um skeið að miklu leyti í eigu Íslendinga. Þar á meðal Stoða, áður FL Group. Stoðir seldu síðasta reytinginn af hlutafjáreign sinni félaginu í maí.