Danski bjórframleiðandinn Carlsberg hefur horft upp á betri tíð en í fyrra. Rekstrarhagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 1,83 milljörðum danskra króna sem var í samræmi við væntingar. Stjórnendur fyrirtækisins búast ekki við að þetta ár verði betra en það síðasta. Ástæðan mun sú að dregið hefur úr sölu í Evrópu og héldu rússneskir viðskiptavinir veltunni uppi með bjórkaupum sínum.

Carlsberg er fjórði umsvifamesti bjórframleiðandi í heimi.

Um þriðjungur af veltu Carlsberg kemur frá Rússlandi. Stjórnendur fyrirtækisins vonast til að yfirtaka þess á rússneska bjórfyrirtækinu Baltika muni bæta hag Strympu, ekki síst þegar rússneski markaðurinn tekur við sér, samkvæmt umfjöllun Reuters um málið.