Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 425 í mars siðastliðnum og nam heildarvelta þeirra 15,5 milljörðum króna. Meðalupphæð hvers samnings nam 36,4 milljónum króna. Þótt þetta sé 4,5% færri samningar en fyrir ári þá hefur veltan aukist um 6,5%, samkvæmt upplýsingum IFS Greiningar.

Í fyrra nam veltan á fasteignamarkaði 14,5 milljörðum króna og var meðalupphæð samnings 32,6 milljónir króna.