Óeining hefur aukist á milli ríkja innan Evrópusambandsins (ESB) á síðastliðnum tólf mánuðum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar á vegum Pew-stofnunarinnar. Skuldakreppunni er um að kenna. Stuðningur íbúa ríkjanna við ESB-aðild hefur dvínað úr 60% í fyrra í 45% nú. Stuðningur við aðildina hefur hrunið í Frakklandi, að sögn breska dagblaðsins Guardian . Fjallað er um niðurstöður könnunar Pew-stofnunarinnar á vef Guardian í dag.

Skýrsla stofnunarinnar heitir: Nýi veiki maðurinn í Evrópu: Evrópusambandið (e. The New Sick Man of Europe: the European Union. Þar kemur m.a. fram að íbúar ESB-ríkjanna séu svartsýnir á horfur í efnahagsmálum, hafi litla trú á leiðtogum ríkjanna og Evrópusambandinu sömuleiðis.