Gistinætur á hótelum fjölgaði um rúm 10% á milli mánaða í apríl þegar þær fóru úr 109.300 í mars í  120.700 í apríl. Gistinóttum Íslendinga fækkaði um 8% á milli mánaða en gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði um 17%. Erlendir gestir voru 79% þeirra sem gistu á hótelum hér á landi í apríl.

Fram kemur í upplýsingum Hagstofunnar að gistinóttum hótelum á höfuðborgarsvæðinu voru um 92.800 í aprílmánuði og fjölgaði þeim um 16% á milli ára. Þeim fjölgaði sömuleiðis 4% á Norðurlandi. Þeim fækkaði hins vegar á flestum öðrum stöðum á landinu. Mestur var samdrátturinn 23% á milli ára á Vestfjörðum og Vesturlandi í apríl.