Samkvæmt bráðabirgðatölum Veiðimálastofnunar var 26 prósentum veiddra laxa síðasta sumar sleppt aftur. Þetta hlutfall hefur minnkað lítillega frá í fyrra en þá var það 28 prósent. Árið 2011 var 30 prósentum laxa sleppt.

Í sumar veiddust í heildina 69 þúsund laxar sem þýðir að 18 þúsund þeirra var sleppt aftur. Þó að þessar tölur sýni að hlutfallið hafi farið minnkandi frá árinu 2011 verður að hafa í huga að tölurnar fyrir árið í ár eru bráðabirgðatölur. Þess má geta að árið 1996 var 2,3 prósentum laxa sleppt.