Í könnun sem SVFR gerði á meðal félagsmanna árið 2007 sögðust tæp 18% veiða bæði á maðk og flugu, 1.4% veiddu aðeins á maðk og 52% veiddu aðeins á flugu, og 29% veiddu á allt löglegt agn.

Í nýrri skoðanakönnun SVFR nú á dögunum kemur fram að þeir sem brúka maðk og flugu eru orðnir 27% og þeir sem nota maðk eingöngu fækkar niður í 0.2%. Mesta breytingin og sú sem kemur kannski á óvart er að þeim sem nota flugu eingöngu fækkar í tæp 39%.