Talið er að um helmingi færri mótmæli við Alþingishúsið á Austurvelli nú en klukkan þrjú í gær. Boðað var til mótmæla klukkan 15 í gær og mættu tæplega 4.000 manns þá til að mótmæla þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið.

Málið er enn á dagskrá Alþingis í dag og var boðað aftur til mótmæla nú klukkan 17. Ljósmyndari Viðskiptablaðsins sem fylgdist með mótmælunum í gær segir talsvert færri á vettvangi nú en en í gær.

Fjöldi manns barði á varnargirðingu sem lögregla setti upp framan við Alþingishúsið í gær og barst mikill hávaði frá því inn í hús. Hávaðinn virðist vera álíka mikill nú. Hins vegar eru aðeins um 10-15 manns sem berja í varnargirðinguna.