Um 120 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Spár höfðu þó gert ráð fyrir því að ný störf yrðu heldur fleiri, eða um 200.000. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er komið niður í 8,2%.

Þegar Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mælti fyrir efnahagslegum örvunaraðgerðum árið 2009 sagði ríkisstjórn hans að með aðgerðunum yrði atvinnuleysi lágmarkað og samkvæmt tölum sem birtar voru þá átti atvinnuleysi að vera komið undir 6% á fyrri helmingi þessa árs.