Tæplega 200 þúsund manns sóttu um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum í síðustu viku, en umsóknir hafa ekki verið færri í 52 ár. Fjöldi umsækjenda fækkaði um 71 þúsund milli vikna. Í samanburði sóttu um 900 þúsund manns um bætur á annarri viku ársins 2021. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal.

531 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í október, það mesta í þrjá mánuði. Atvinnuleysi hefur farið ört lækkandi á undanförnum misserum. Það mældist 4,6% í október og dróst saman um 0,2% milli mánuða. Í samanburði var atvinnuleysi 3,7% á árinu 2019.

Mikil eftirspurn er eftir vinnuafli en starfsauglýsingar á vefsíðunni Indeed hafa aukist hratt á árinu og eru 52% fleiri en fyrir upphaf faraldurins í febrúar í fyrra.

Nýleg fjölgun Covid smita gæti hægt á efnahagsbatanum að mati Robert Frick hagfræðings en smit hafa aukist um 13,5% milli vikna samkvæmt greiningu Wall Street Journal á gögnum Johns Hopkins háskóla.