Færri óska nú eftir inngöngu í svokallaða „Ivy League“ háskóla í norðausturhluta Bandaríkjanna. Princeton háskólinn í New Jersey tilkynnti í dag að umsóknum nýnema fyrir skólaárið 2012 til 2013 fækkaði um 1,7% frá fyrra ári. Alls sóttu 26.663 um samanborið við 27.115 í fyrrra. Bloomberg fjallar um málið í dag.

Fækkun umsókna milli ára nemur 1,9% hjá Harvard háskóla, um 1,7% hjá Háskólanum í Pennsylvaniu og um 8,9% hjá Columbia háskóla. Á síðustu árum hefur metaukning mælst milli ára í fjölda umsókna.

Princeton háskóli tilkynnti jafnframt að skólagjöld hækka um 4,5% milli ára. Það er mesta hækkun í sex ár.