„Íslenska krónan hefur verið að svíkja okkur og er verðminni og því hafa sanngirnissjónarmið ráðið ferðinni að einhverju leyti," segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Keflavík um hækkun á heimild til innflutnings.

Frá 1. mars er heimilt að flytja inn stakan hlut sem má kosta upp í 88 þúsund krónur. Spurður hverju hinn venjulegi meðal-Jón sé helst að smygla segir Kári það vera venjulegar heimilisvörur eins og fatnaður eða raftæki: "En þetta hefur minnkað eftir að heimildin hækkaði. En það er alltaf eitthvað um að fólk sé að smygla áfengi og munntóbaki."

Kári segir mikið álag vera á öllu starfsfólki Keflavíkurflugvallar því ferðamannatímabilið sé alltaf að lengjast: "Að meðaltali koma um 2800 farþegar til landsins á dag en í júní og júlí, þegar álagið er mest fer fjöldinn upp í 10 þúsund. En álagstímabilið er alltaf að lengjast um leið og ferðamannatímabilið lengist," segir Kári.