Í nýjasta riti Fjármálastöðugleika er að finna upplýsingar um fjárhagsstöðu heimilanna, sem meðal annars eru unnar úr skattframtölum, vanskilaskrám og frá Umboðsmanni skuldara. Ýmis merki má sjá um bætta stöðu heimilanna. Þannig fækkar þeim framteljendum milli ára sem skulda meira en þrefaldar árstekjur í fyrsta sinn frá árinu 1998.

Á árinu 2010 skulduðu tæplega 31% framteljenda meira en þrefaldar árstekjur en hlutfallið var 29% í fyrra. „Hér er um að ræða vísbendingu um að greiðslubyrði þeirra aðila sem mestar hafa skuldirnar í hlutfalli við tekjur sé að lagast,“ segir í Fjármálastöðugleika.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.