Alls þáðu 6.996 heimili fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum í fyrra eða 9,7% færri en árið 2014. Er þetta annað árið í röð sem þeim fækkar sem þiggja fjárhagsaðstoð því árið 2014 þáðu 3,6% færri heimili aðstoð en árið 2013. Þetta kemur fram á veg Hagstofu Íslands en þar sem að breyting í fjölda þeirra sem þiggi fjárhagsaðstoð haldist í hendur við þróun atvinnuleysis.

Frá árinu 2007 til 2013 var þróunin á hinn veginn. Á þeim árum nam árleg fjölgun þeirra sem þáðu fjárhagsstoð að jafnaði um 627 á ári.

„Frá árinu 2014 til 2015 lækkuðu útgjöld sveitarfélaganna vegna fjárhagsaðstoðar um 251 milljón króna eða 5,3%, en á föstu verðlagi lækkuðu þau um tæplega 7%," segir á vef Hagstofunnar.  „Meðalmánaðargreiðslur fjárhagsaðstoðar hækkuðu á sama tíma um 5 þúsund krónur eða 4,2%, en á föstu verðlagi hækkuðu þær um tæp 3%.

Af þeim heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2015 voru sem fyrr einstæðir barnlausir karlar (45,4% heimila) og einstæðar konur með börn (30,2% heimila) fjölmennustu hóparnir."