MMR hefur birt niðurstöður úr könnun þar sem athuguð var meðmælavísitala 75 íslenskra fyrirtækja í tuttugu atvinnugreinum. Samkvæmt þeim hefur meðmælavísitala margra íslenskra fyrirtækja lækkað frá því í apríl 2014, en þannig var meðmælavísitala 48 af 75 fyrirtækjum lægri en fyrir ári síðan.

Í sextán af tuttugu atvinnugreinum var meðalmeðmælavísitala lægri en í apríl 2014, þ.e. færri viðskiptavinir voru tilbúnir að mæla með þjónustu fyrirtækja í atvinnugreininni.

Meðmælavísitala íslenskra atvinnugreina mældist á bilinu -80% til 36%. Í heildina mældust aðeins 5 af 75 fyrirtækjum með jákvæða meðmælavísitölu. Það þýðir að meðal 93% fyrirtækja var minnihluti viðskiptavina tilbúinn til að mæla með þjónustu eða vörum fyrirtækisins.

Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar hér.