17,4 prósent aðspurðra segjast bera mikið traust til ríkisstjórnarinnar, samkvæmt nýrri könnun MMR á trausti til helstu stofnana samfélagsins. 62,6% segjast bera lítið traust til hennar. Fleiri treysta stjórnarandstöðunni, eða 21,8%. Vantraust á hana er 44,6%.

Samkvæmt tölum MMR mældist traust til ríkisstjórnarinnar á svipuðum tíma í fyrra 23%. Þá sögðust færri bera lítið traust til ríkisstjórnarinnar eða 54,6%. Traust til stjórnarandstöðunnar í þeirri könnun mældist örlítið meira en það er nú, eða 22,3%. Nánast enginn munur er á vantrausti til stjórnarandstöðunnar milli kannana, eða innan við hálft prósent.

Traust til Alþingis hefur einnig dregist saman milli ára. 12,8% segjast bera mikið traust til Alþingis nú, en 16,4% í fyrra. Þeim sem bera lítið traust til þingsins hefur einnig fjölgað milli ára, eru nú 54,7% en voru 49% í fyrra.