Nýjasta Facebook færsla Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra Facebook virðist ætla að verða honum dýr. Frá því er greint á vef Bloomberg.

Eignir Zuckerberg lækkuðu um 3,3 milljarða dala eftir að hann greindi frá fyrirætlunum fyrirtækisins um að hækka hlutfall færslna frá fjölskyldu og vinum sem notendur samskiptamiðilsins sjá á kostnað færslna fyrirtækjum og fjölmiðlum.

Hlutabréfaverð Facebook lækkaði um 4,5% í kjölfar þess að hann birti færsluna en stór hluti af auði Zuckerberg liggur í hlutabréfum Facebook. Hann þarf þó ekki að örvænta því eignir hans eru áfram metnar á 74 milljarða dala. Hins vegar missti hann fjórða sætið yfir ríkustu menn heims til spænska smásalans Amancio Ortega.